29. júlí 2015
Þekkir þú rétt þinn?
Síðastliðið sumar stóð Starfsgreinasamband Íslands (SGS) fyrir átaki undir yfirskriftinni „Þekkir þú þinn rétt?“, en tilgangurinn með átakinu var að vekja unga einstaklinga til umhugsunar um réttindi sín á vinnumarkaði. Það sýndi sig sl. sumar að mikil þörf var á átaki sem þessu, enda náði það augum og eyrum fjölmargra, m.a. fjölmiðla og þótti almennt takast vel. Í tengslum við umrætt átak lét SG…
28. júlí 2015
Ertu verktaki eða starfsmaður?
Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Sem launamaður ertu með ráðningasamning og safnar réttindum á vinnumarkaði, atvinnurekandinn sér um að greiða af þér skatta og þess háttar og þú ert varinn af lögum sem launamaður. Ef þú ert verktaki ertu í raun að selja þjónustu og þú átt í viðskiptum án þess að njóta réttinda sem la…
23. júlí 2015
Atvinnuleysi mældist 2,9% í júní
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands frá júní sl. voru að jafnaði 202.200 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í júní 2015, sem jafngildir 86,6% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 196.400 starfandi og 5.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 84,1% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%. Það þarf að horfa aftur til júní 2008 til að finna hærra hlutfall star…
20. júlí 2015
Heildarvinnutími, hvíldartími og skipulag vinnutíma
Mikill vöxtur er í ferðaþjónustu um þessar mundir og hefur mannaflaþörf aukist því samfara. Af því tilefni vill Vinnueftirlitið vekja athygli veitinga- og gististaða á þeim ákvæðum sem gilda um vinnutíma en stofnunin hefur eftirlit með því að þeim sé fylgt. Til að kanna stöðuna mun Vinnueftirlitið á næstunni kalla eftir vinnutímaupplýsingum frá völdum fyrirtækjum í greininni. Í lögum nr. 46/1980 …
9. júlí 2015
Ný launatafla vegna aðstoðarfólks fatlaðs fólks
Búið er að undirrita nýja launatöflu vegna aðstoðarfólks fatlaðs fólks samkvæmt samningi á milli Starfsgreinasambands Íslands og NPA miðstöðvarinnar. Launahækkun tekur gildi frá 1. maí síðastliðnum og eru byrjunarlaun nú 267.823 krónur á mánuði, eftir eitt ár í starfsgrein eru mánaðarlaunin 275.107 krónur, eftir þrjú ár í starfsgrein eru þau 282.610 krónur og eftir fimm ár í starfsgrein eru mánaða…