Atvinnuleysi mældist 2,9% í júní

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands frá júní sl. voru að jafnaði 202.200 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í júní 2015, sem jafngildir 86,6% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 196.400 starfandi og 5.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 84,1% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%. Það þarf að horfa aftur til júní 2008 til að finna hærra hlutfall starfandi fólks. Atvinnulausum fækkaði nokkuð milli ára eða um 3.200 manns og hlutfall atvinnuleysis er lægra sem nemur 1,7 prósentustigum. Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar.
  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn