30. maí 2023
SGS vísar kjaradeilu við ríkið til ríkissáttasemjara
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) telur einsýnt að ekki verði komist lengra í viðræðum við samninganefnd ríkisins vegna endurnýjunar kjarasamnings SGS og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs sem rann út 31. mars 2023.
26. maí 2023
Nýr samningur við NPA miðstöðina
Þann 9. maí síðastliðinn undirrituðu Starfsgreinasamband Íslands og Efling stéttarfélag nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina. Samningurinn tekur til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks og gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
24. maí 2023
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2023
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert.
16. maí 2023
Efling segir sig úr SGS
Skrifstofu Starfsgreinasambands Íslands hefur borist tilkynning um úrsögn Eflingar úr sambandinu. Í henni kemur fram að úrsögnin taki strax gildi og að Efling er ekki lengur aðildarfélag SGS.
3. maí 2023
Silja tekur við af Signýju hjá Stéttarfélagi Vesturlands
Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands sem haldinn var þann 26. apríl síðastliðinn voru gerðar breytingar á forystu félagsins. Signý Jóhannesdóttir lét af formennsku eftir 15 ár í starfi en Signý hefur starfað á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar í yfir 40 ár, m.a. sem varaforseti ASÍ og í framkvæmdastjórn SGS. Þá gegndi hún formennsku í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði um árabil.