Silja tekur við af Signýju hjá Stéttarfélagi Vesturlands

Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands sem haldinn var þann 26. apríl síðastliðinn voru gerðar breytingar á forystu félagsins. Signý Jóhannesdóttir lét af formennsku eftir 15 ár í starfi en Signý hefur starfað á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar í yfir 40 ár, m.a. sem varaforseti ASÍ og í framkvæmdastjórn SGS. Þá gegndi hún formennsku í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði um árabil. 

Silja Eyrún Steingrímsdóttir tekur af Signýju sem formaður félagsins, en hún hefur starfað hjá félaginu sem skrifstofustjóri síðastliðin átta ár. Silja mun starfa sem framkvæmdastjóri félagsins meðfram formennskunni.

Starfsgreinasambandið býður Silju hjartanlega velkomna í formannahóp sambandsins og hlakkar til samstarfsins og þakkar um leið Signýju fyrir ánægjuleg viðkynni í gegnum árin.

Á myndinni má sjá þær Signýju og Silju ásamt Sigrúnu Reynisdóttur, varaformanni félagsins.

  1. 5/26/2023 11:26:15 AM Nýr samningur við NPA miðstöðina
  2. 5/24/2023 3:55:46 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2023
  3. 5/16/2023 3:41:38 PM Efling segir sig úr SGS
  4. 5/3/2023 12:14:27 PM Silja tekur við af Signýju hjá Stéttarfélagi Vesturlands