4. júní 2025
Burt með mismunun - ný vefsíða
Mismunun á vinnumarkaði getur átt sér ýmsar ólíkar birtingarmyndir og það getur reynst dýrmætt að vera upplýst/ur um þessar ólíku birtingarmyndir til að geta brugðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. Mikilvægt er að muna að mismunun á aldrei að líðast og er þar að auki ólögleg, bæði á vinnumarkaði og í daglegu lífi.