Fyrsta skýrsla kjaratölfræðinefndar

Í morgun var fyrsta skýrsla kjaratölfræðinefndar kynnt á fjarfundi, en kjaratölfræðinefnd er nýr samstarfsvettvangur um gerð og hagnýtingu tölfræðiupplýsinga um laun og efnahag sem nýtast við kjarasamningsgerð. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningslotuna sem hófst árið 2019, umfang kjarasamningagerðar og þróun efnahagsmála og launa.

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra ávarpaði fundinn og Edda Rós Karlsdóttir, formaður kjaratölfræðinefndar, kynnti skýrsluna og gerði grein fyrir helstu atriðum hennar. Fundarstjórn var í höndum Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara.

Í nefndinni sitja fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Tekist hefur góð samstaða um þær upplýsingar sem settar eru fram í skýrslunni og er það von nefndarinnar að hún nýtist hagaðilum vel.

Skýrslan er sú fyrsta í röð skýrslna kjaratölfræðinefndar, en gert er ráð fyrir að nefndin gefi framvegis út tvær skýrslur á ári og verða þær gerðar aðgengilegar á vef kjaratölfræðinefndar.

Vefsíða kjaratölfræðinefndar
Slóð á fjarfundinn

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag