Signý endurkjörin varaforseti - fulltrúar SGS í miðstjórn ASÍ

Mynd_1263199Fertugasta þingi Alþýðusambands Ísalands lauk fyrir helgi og var meðal annars kosið í stjórn ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti og Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands var endurkjörinn varaforseti. Auk hennar eru fulltrúar aðildarfélaga SGS í miðstjórn ASÍ þau: Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju, Sigurður Bessason formaður Eflingar, Sigurrós Kristinsdóttir varaformaður Eflingar og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls. Fulltrúar aðildarfélaga SGS í varstjórn ASÍ eru þau Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar, Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða, Halldóra Sveinsdóttir formaður Bárunnar og Fanney Friðriksdóttir ritari Eflingar. Við óskum þessum fulltrúum og öðrum þeim sem kosnir voru í miðstjórn ASÍ velfarnaðar í störfum sínum innan ASÍ fyrir launafólk. Samþykktar voru sjö ályktanir meðal annars um kjaramál, Evrópumál, jöfnun lífeyrisréttinda og húsnæðismál svo eitthvað sé talið en allar ályktanirnar má nálgast hér. Fjörugar umræður voru um verðtryggingarmál, húsnæðismál og lífeyrisréttindi en niðurstöður fundarins eru afrakstur vinnu allra þingfulltrúa í hópum með þjóðfundarfyrirkomulagi, auk umræðna í sal og loks atkvæðagreiðslu.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag