Fyrsti fundur SGS og LÍV með SA

Líkt og áður hefur komið fram þá ákváðu stærstu landssambönd launafólks á vinnumarkaði, Starfsgreinsamband Íslands (SGS) og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV), að taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning.

Forystufólk úr þessum samböndum fundaði sameiginlega í fyrsta skipti með Samtökum atvinnulífsins í gær. Aðilar eru sammála um að funda þétt næstu vikurnar með það að markmiði að ganga frá nýjum kjarasamningi.

Á myndinni sem tekin var við þetta tækifæri eru frá vinstri:

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK
Hjördís Þóra Sigþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags
Eiður Stefánsson, formaður FVSA
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV og VR
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og VLFA

  1. 1/27/2023 1:50:07 PM Ályktun framkvæmdastjórnar SGS vegna miðlunartillögu ríkissá…
  2. 1/25/2023 11:12:27 AM Nýir kauptaxtar fyrir starfsfólk sveitarfélaga
  3. 1/18/2023 3:35:19 PM Vinna hafin að nýjum samningi SGS og SA
  4. 1/18/2023 3:14:50 PM Félagsmannasjóður SGS - breyting á umsýslu sjóðsins