Þingi Starfsgreinasambandsins lokið

Níunda þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru sex ályktanir; um kjaramál, byggðamál, heilbrigðismál, húsnæðismál og lífeyrismál. Jafnframt samþykkti þingið ályktun um stuðning við eldri borgara og öryrkja. Þá var starfsáætlun til tveggja ára samþykkt sem og breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Allar ályktanir og afgreidd mál þingsins má nálgast á þingvef SGS.

Vilhjálmur Birgisson (Verkalýðsfélagi Akraness) og Signý Jóhannesdóttir (Stéttarfélagi Vesturlands) voru í framboði til formanns SGS. Niðurstaða kosningar var á þá leið að Vilhjálmur Birgisson hlaut 81,1% atkvæða og Signý Jóhannesdóttir hlaut 18,9% atkvæða. Vilhjálmur var því endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Guðbjörg Kristmundsdóttir (VSFK) var ein í framboði til varaformanns og var því sjálfkjörin. Sjö voru í framboði sem aðalmenn í framkvæmdastjórn og voru þeir sjálfkjörnir. Eftirtaldir munu sitja sem aðalmenn í framkvæmdastjórn sambandsins til næstu tveggja ára:

Aðalsteinn Árni Baldursson, Framsýn stéttarfélag
Anna Júlíusdóttir, Eining-Iðja
Eyþór Þ. Árnason, Verkalýðsfélagið Hlíf
Bergvin Eyþórsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga
Guðrún Elín Pálsdóttir, Verkalýðsfélag Suðurlands
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, AFL Starfsgreinafélag
Þórarinn Sverrisson, Aldan stéttarfélag

Sem varamenn í framkvæmdarstjórn voru kosnir eftirtaldir:
Guðný Óskarsdóttir Drífandi stéttarfélag
Tryggvi Jóhannsson Eining-Iðja
Birkir Snær Guðjónsson AFL Starfsgreinafélag
Alma Pálmadóttir Verkalýðsfélagið Hlíf
Silja Eyrún Steingrímsdóttir Stéttarfélag Vesturlands

Umræður um kjaramál voru áberandi á þinginu enda annasamur kjarasamningavetur framundan. Greina mátti mikinn baráttuanda meðal þingfulltrúa og ljóst að Starfsgreinasambandið fer sameinað og tilbúið í komandi viðræður. Þess má geta að SGS fer með umboð allra 18 aðildarfélaga sinna í viðræðunum um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

  1. 7/15/2024 10:47:20 AM Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga 2024-2028…
  2. 7/8/2024 11:05:45 AM Kjarasamningur við ríkið 2024-2028 samþykktur
  3. 7/5/2024 11:51:04 AM Kosið um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin
  4. 7/4/2024 12:49:29 PM Kjarasamningur við sveitarfélögin í höfn