SGS undirritar nýjan kjarasamning við LS og SSÚ

Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur fyrir starfsfólk sem vinnur við uppstokkun eða beitningu í landi og netavinnu, en viðræður um nýjan samning hafa staðið yfir frá því í lok janúar. Samningurinn er á milli Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og Landssambands smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða hins vegar.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. nóvember 2022 og til 31. janúar 2024, sbr. kjarasamning SGS og SA sem undirritaður var 3. desember sl. Samkvæmt nýjum samningi hækkar kauptrygging frá 1. nóvember 2022 um 44.959 kr. og verður 448.224 kr., en upphæðin miðast við 15. launaflokk og 5 ára starfsaldursþrep í launatöflu SGS og SA. Samninginn í heild sinni má nálgast hér.

Meðfylgjandi myndir eru frá fundi samningsaðila sem haldinn var á Akranesi 2. febrúar sl., en þá kynntu aðilar sér m.a. aðstæður hjá fyrirtækinu Eskey.

  1. 7/15/2024 10:47:20 AM Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga 2024-2028…
  2. 7/8/2024 11:05:45 AM Kjarasamningur við ríkið 2024-2028 samþykktur
  3. 7/5/2024 11:51:04 AM Kosið um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin
  4. 7/4/2024 12:49:29 PM Kjarasamningur við sveitarfélögin í höfn