SGS flytur í nýjar skrifstofur

Í lok nóvember flutti Starfsgreinasambandið sig um set í nýjar skrifstofur í nýrri viðbyggingu við Guðrúnartún 1, en framkvæmdir á viðbyggingunni hafa staðið yfir frá því sumarið 2013. Í nýja skrifstofurýminu eru fimm skrifstofur og þar af á Starfsgreinasambandið fjórar. Í nýja rýminu má auk þess finna nýjan og glæsilegan fundarsal sem mun eflaust nýtast vel í framtíðinni. Eins og áður sagði þá hafa starfsmenn SGS nú komið sér fyrir og því ekkert því til fyrirstöðu að taka á móti fólki í nýju húsakynnin.

  1. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  2. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  3. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn
  4. 4/30/2025 2:33:52 PM Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins