24. apríl 2020
Skiljum engan út undan
Starfsgreinasamband Íslands ítrekar nauðsyn þess að aðgerðir stjórnvalda í kjölfar Covid-19 nái til allra, og að afkomuöryggi hópa, s.s. einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma, óléttra kvenna og foreldra sem hafa misst úr vinnu vegna takmarkaðs leik- og grunnskólastarfs, verði tryggt. Það er aldrei hægt að una við það að hópar félagsmanna okkar, sem hvað veikast standa, séu skildir eftir í aðgerðum stjórnvalda.
21. apríl 2020
Sveitamennt og Ríkismennt - rýmkaðar reglur
Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa stjórnir Ríkismenntar og Sveitamenntar ákveðið að rýmka úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja í ákveðinn tíma líkt og Landsmennt hefur gert. Átakið tekur gildi frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma.
21. apríl 2020
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2020
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.
7. apríl 2020
Réttindi starfsmanna í veiðihúsum 
Í ágúst 2019 sendi Starfsgreinasambandið bréf fyrir hönd sinna aðildarfélaga erindi til Landssambands veiðifélaga (LV) þar sem óskað var eftir upplýsingum um ráðningarkjör og starfsmannamál í veiðihúsum um land allt. Var það sent í framhaldi af ábendingum um brot á kjarasamningum sem borist höfðu til einstakra félaga.
29. mars 2020
Landsmennt veitir fulla fjármögnun námskeiða
Landsmennt, fræðslusjóður Samtaka atvinnnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni, býður einstaklingum og fyrirtækum að sækja námskeið þeim að kostnaðarlausu.