20. júní 2022
Nýr stofnanasamningur við Skógræktina
Starfsgreinasambandið og Skógræktin hafa gert með sér nýjan stofnanasamning um forsendur og reglur um röðun starfa við stofnunina. Samningurinn nær til allra starfsmanna hjá Skógræktinni sem starfa og njóta ráðningarkjara samkvæmt kjarasamningi SGS og ríkisins. Samninginn má nálgast hér.
2. júní 2022
Aneta nýr formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar
Aðalfundur Verkalýðsfélag Þórshafnar var haldinn 31. maí síðastliðinn. Á fundinum var Aneta Potrykus kosinn formaður félagsins en hún tekur við af Svölu Sævarsdóttur, sem hefur verið formaður frá 2009 til 2022, með eins árs hléi. Svala mun þó sitja áfram í stjórn félagsins sem varaformaður.
28. maí 2022
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2022
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert.
5. maí 2022
Til hamingju með daginn launafólk!
Starfsgreinasamband Íslands óskar verkafólki um land allt til hamingju með daginn, en í dag, 1. maí, er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks um allan heim haldinn hátíðlegur.
2. maí 2022
Andleg heilsa félagsfólks í aðildarfélögum SGS
Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Vörðu, Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, er félagsfólk aðildarfélaga SGS í meira mæli að bregðast við fjárskorti samanborið við félagsfólk annarra aðildarfélaga. Í könnuninni var meðal annars lögð sérstök áhersla á andlega heilsu launafólks.