Fara á efnissvæði

Kynferðisleg áreitni

Hvað er kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi? Það sem stýrir því samkvæmt lögum hvort áreitni eða ofbeldi sé um að ræða er upplifun þolanda. Þá er ekki gerð krafa í lögunum um ásetning af hálfu geranda.

Það er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðg­andi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Það er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Það er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis. Ofbeldi getur einnig verið á grundvelli kyns.

 

Þolendur geta haft samband við Bjarkarhlíð, Kvennaathvarfið eða Sigurhæðir.