Vistráðning, eða Au pair eins og það heitir á ensku, er ekki hefðbundin vinna og lýtur ekki sömu lögmálum og venjuleg störf. Þessu er þó stundum ruglað saman en slíkt ber að forðast. Vistráðning er hugsuð sem möguleiki ungs fólks til að mennta sig og kynnast annarri menningu. Ungt fólk býr hjá fjölskyldu, tekur þátt í léttum heimilisstörfum og/eða umönnun barna á heimilinu og lífi fjölskyldunnar eftir atvikum. Í staðinn fær viðkomandi að kynnast landi og þjóð, fær vasapeninga og húsnæði og tækifæri til að sækja námskeið.
Það eru ýmsar reglur sem gilda um vistráðningu sem verður að fara eftir en í útlendingalögum er fjallað um vistráðningar í 68. gr. Helstu reglur sem gilda eru þessar: