19. desember 2025
Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar
Samkvæmt núgildandi kjarasamningi SGS og Samtaka Atvinnulífsins hækka laun þann 1. janúar 2026. Kauptaxtar hækka þá um 5,3% en 23.750 kr. að lágmarki. Þá hækka kjaratengdir liðir samningsins um 3,5% frá sömu dagsetningu.
19. desember 2025
Gleðilega hátíð
Starfsgreinasamband Íslands sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðirík jól og von um frið og ríka samstöðu á nýju ári.
3. desember 2025
Erlendir vörsluaðilar herja á ungt fólk
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur, sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi, gerði starfsemi erlendra lífeyrissjóða hér á landi að umfjöllunarefni og þá miklu fjármuni sem slíkir sjóðir hafa af launafólki. Kveikur vísaði m.a. í ályktun sem samþykkt var á þingi Starfsgreinasambandsins nýverið um starfsemi erlendra vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér landi. Þar fordæmdi þingið afdráttarlaust þá ólögmætu markaðssetningu sem slíkir aðilar stunda hér á landi.
3. desember 2025
Nýr stofnanasamningur undirritaður við Land og Skóg
Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu í vikunni nýjan stofnanasamning við Land og Skóg. Nýr samningur leysir af hólmi eldri samning milli SGS og Skógræktarinnar.
28. nóvember 2025
Heimsókn til Vestmannaeyja
Í vikunni heimsótti formaður SGS, Vilhjálmur Birgisson, félaga okkar hjá Drífanda stéttarfélagi í Vestmannaeyjum. Auk Vilhjálms tóku þátt í heimsókninni þeir Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, og Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ. Í Vestmannaeyjum tóku þau Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda, og Guðný Óskarsdóttir varaformaður á móti hópnum, auk Kolbeins Agnarssonar, formanns Sjómannafélagsins Jötuns.