3. desember 2025
Erlendir vörsluaðilar herja á ungt fólk
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur, sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi, gerði starfsemi erlendra lífeyrissjóða hér á landi að umfjöllunarefni og þá miklu fjármuni sem slíkir sjóðir hafa af launafólki. Kveikur vísaði m.a. í ályktun sem samþykkt var á þingi Starfsgreinasambandsins nýverið um starfsemi erlendra vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér landi. Þar fordæmdi þingið afdráttarlaust þá ólögmætu markaðssetningu sem slíkir aðilar stunda hér á landi.
3. desember 2025
Nýr stofnanasamningur undirritaður við Land og Skóg
Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu í vikunni nýjan stofnanasamning við Land og Skóg. Nýr samningur leysir af hólmi eldri samning milli SGS og Skógræktarinnar.
28. nóvember 2025
Heimsókn til Vestmannaeyja
Í vikunni heimsótti formaður SGS, Vilhjálmur Birgisson, félaga okkar hjá Drífanda stéttarfélagi í Vestmannaeyjum. Auk Vilhjálms tóku þátt í heimsókninni þeir Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, og Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ. Í Vestmannaeyjum tóku þau Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda, og Guðný Óskarsdóttir varaformaður á móti hópnum, auk Kolbeins Agnarssonar, formanns Sjómannafélagsins Jötuns.
27. nóvember 2025
Blikur á lofti í atvinnumálum á landsbyggðinni
Það dylst engum sem fylgist með umræðunni að blikur eru á lofti í atvinnumálum og innan aðildarfélaga SGS er um þessar mundir barist á öllum vígstöðvum við að verja störf.
20. nóvember 2025
Desemberuppbót launafólks 2025
Þar sem jólamánuðurinn nálgast vill Starfsgreinasambandið vekja athygli á því að samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í desemberbyrjun ár hvert.