5. maí 2025
VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn félagafrelsi
Þann 30. apríl sl. kvað Félagsdómur upp dóm í máli sem Verkalýðsfélag Suðurlands rak fyrir hönd félagsmanns síns gegn hóteli á Suðurlandi og féllst á allar dómkröfur félagsins í málinu. Félagsmaðurinn sem um ræðir er fyrrum starfsmaður hótelsins. Þegar hann óskaði eftir því tilheyra áfram sínu stéttarfélagi, nánar tiltekið Verkalýðsfélagi Suðurlands, hótaði eigandi og stjórnarmaður hótelsins honum uppsögn. Viku síðar var félagsmanninum sagt upp störfum.
2. maí 2025
Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót (persónuuppbót), en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.