18. september 2025
Nýr verkefnastjóri SGS
Arinbjörn Rögnvaldsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og hefur þegar hafið störf.
Arinbjörn mun annast ráðgjöf og þjónustu við aðildarfélög SGS á sviði kjara-, vinnumarkaðs- og starfsmenntamála og sinna margvíslegum verkefnum fyrir sambandið.
9. september 2025
Ályktun formannafundar SGS
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands fordæmir harðlega ákvörðun stjórnvalda um að afnema framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða frá og með næstu áramótum. Með þessari ákvörðun er brotið gegn samkomulagi sem gert var við verkalýðshreyfinguna árið 2005 og átti að tryggja að réttindaávinnsla væri jöfn milli sjóða.