9. október 2025
Skrifstofan lokuð vegna þings SGS
Vegna þings Starfsgreinasambandsins sem fer nú fram á Akureyri vill starfsfólk SGS koma því á framfæri að skrifstofan verður lokuð fram yfir helgi. Fyrirspurnum verður svarað við fyrsta tækifæri.
8. október 2025
10. þing SGS sett - ræða formanns
Tíunda þing Starfsgreinasambands Íslands var sett í Hofi á Akureyri fyrr í dag. Þing SGS hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og eru þar lagðar línur í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára og þýðingarmikil mál tekin til umfjöllunar.
3. október 2025
Kópavogsmódelið fær falleinkun
Leikskólamál hafa lengi verið í brennidepli hjá aðildarfélögum SGS. Til dæmis varaði formannafundur SGS í desember síðastliðnum við þeirri þróun sem hefur orðið í leikskólamálum víða um land þar sem daglegur vistunartími er styttur í 6 klukkustundir en gjald umfram þann tíma hækkað verulega, eða Kópavogsmódelið svokallaða.
3. október 2025
10. þing SGS
10. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 8.-10. október næstkomandi í Hofi, Akureyri. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins.
3. október 2025
Gjáin stækkar á vinnumarkaði - Ný skýrsla Vörðu
Árleg könnun sem Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins leggur fyrir launafólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sýnir fram á breiða gjá sem einkennir stöðu launafólks í landinu.
Fram kemur í skýrslunni að sjö af hverjum tíu ná endum saman og sex af hverjum tíu gætu mætt óvæntum 100 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá búi hinn hluti launafólks hins vegar við allt önnur kjör og er afkoma lágtekjufólks almennt mjög erfið og umtalsverður fjöldi launafólks á hinum almenna vinnumarkaði býr við raunverulegan skort.