3/2/2020 2:12:57 PM
COVID-19 og fjarvistir frá vinnu
Launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að verða óvinnufært vegna hans. Þau forföll eru greiðsluskyld skv. ákvæðum kjarasamninga og laga.
2/25/2020 3:31:11 PM
Aðalsteinn Leifsson skipaður ríkissáttasemjari
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipaði í dag Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl nk. Helga Jónsdóttir settur ríkissáttasemjari mun gegna störfum fram til þess tíma.
2/20/2020 4:10:04 PM
Samningur við Landsvirkjun samþykktur
Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Landsvirkjunar, sem undirritaður var í lok janúar síðastliðinn, var samþykktur með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna, en um 90% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Atkvæðagreiðslan var með rafrænum hætti og fór fram á tímabilinu 12. - 14. febrúar.
2/20/2020 12:45:35 PM
Samkomulag við ríkið
Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins og Samninganefnd ríkisins náðu samkomulagi um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi í gær hjá ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið undanfarna mánuði og hefur m.a. verið að störfum vinnuhópur aðila á opinberum markaði um breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu.
2/17/2020 11:04:52 AM
Ótímabundið verkfall Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófst í dag
Starfsgreinasamband Íslands ítrekar stuðning sinn við réttmætar kröfur um að fólk geti lifað af sínum launum og minnir félagsmenn sína á að ganga ekki í störf félaga sinna sem eru í verkfalli og sendir Eflingu baráttukveðjur.