1/28/2020 9:05:26 AM
Samið við Landsvirkjun
Starfsgreinasambandið og Landsvirkjun skrifuðu undir nýjan kjarasamning milli aðila í gær. Kjarasamningurinn byggir í meginatriðum á kjarasamningi milli SGS og Landsvirkjunar sem undirritaður var 3. apríl 2019.  Samningurinn nær til félagsmanna innan aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Landsvirkjun vítt og breytt um landið. Í samningnum er m.a. tekið á vinnutímastyttingu, ákvæðum um nám og námskeið og breytingum á launatöflu.
1/27/2020 10:58:58 AM
Fréttir af samningamálum
Eins og fram hefur komið skipuðu aðilar á opinbera vinnumarkaðnum sérstakan vinnuhóp til að ræða vaktavinnu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður. Markmið hópsins er að leggja fram heildstæðar breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu sem taki á núverandi fyrirkomulagi og bregðist við margvíslegum vandamálum sem eru í því.
1/23/2020 5:20:31 PM
SGS vísar kjaradeilu við ríkið til Ríkissáttasemjara
Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands, vegna kjarasamninga við Fjármálaráðherra f.h. Ríkissjóðs, samþykkti á fundi í dag, fyrir hönd 18 aðildarfélaga,  að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara.
1/21/2020 2:05:37 PM
Eru umhverfisstefnur hótela svindl?
Þing Samtaka starfsfólks á hótelum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum var haldið í Reykjavík daganna 17. – 19. janúar. Á þinginu var farið yfir fjölmarga þætti sem varða laun og starfsaðstæður í hótel- og veitingageiranum á Norðurlöndum. Það eru mismunandi verkefni og ógnanir sem stéttarfélög og starfsmenn standa frammi fyrir í einstökum löndum, en verkefnin eru alltaf þau sömu, þ.e. að tryggja hag félagsmanna í sífellt alþjóðlegra umhverfi þar sem ýmsum brögðum er beitt af hálfu atvinnurekenda.
1/16/2020 2:28:39 PM
Starfsgreinasamband Íslands og sveitarfélögin skrifa undir kjarasamning
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023.