4. júlí 2024
Kjarasamningur við Landsvirkjun samþykktur
Atkvæðagreiðslu er lokið um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Landsvirkjunar sem undirritaður var 25. júní síðastliðinn. Samningurinn nær til félagsmanna innan aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Landsvirkjun vítt og breitt um landið og vinna við rekstur, viðhald og aðra þjónustu í dreifikerfum og aflstöðvum sem eru í rekstri.
1. júlí 2024
Atkvæðagreiðsla hafin um nýjan kjarasamning við ríkið
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð hófst á slaginu kl. 12:00 í dag og stendur til 8. júlí næstkomandi. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag.
26. júní 2024
SGS undirritar nýjan kjarasamning við ríkið
18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu í gær nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð og gildir samningurinn frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir þeir samningar sem ríkið hefur gengið frá að undanförnu.
20. júní 2024
SGS vísar kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) telur einsýnt að ekki verði komist lengra í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna endurnýjunar kjarasamnings sem rann út 31. mars 2024. Samningsaðilar hafa átt fjölmarga fundi á undanförnum vikum og mánuðum þar sem SGS hefur komið kröfum sínum málefnalega á framfæri við samninganefnd sveitarfélaganna, en því miður hafa þau fundahöld ekki skilað niðurstöðu sem SGS getur sætt sig við.
4. júní 2024
SGS styður félaga sína í Færeyjum
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við félaga sína í Færeyjum, en félagsfólk í Foroya arbeiðarafélagi, Havnar arbeiðarafelagi, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi og Klaksvíkar arbeiðsmannafelagi hefur nú í á fjórðu viku staðið í umfangsmiklum verkfallsaðgerðum sem enn sér ekki fyrir endann á.
Formannafundur SGS beinir því jafnframt til síns félagsfólks að ganga hvorki beint né óbeint í störf færeyskra félaga sinna á meðan á aðgerðum stendur.