27. janúar 2023
Ályktun framkvæmdastjórnar SGS vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara
Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands telur þá ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á þessum tímapunkti hafa verið ótímabæra.
25. janúar 2023
Nýir kauptaxtar fyrir starfsfólk sveitarfélaga
Nýir kauptaxtar hjá starfsfólki sveitarfélaga tóku gildi um áramótin og eru þeir nú aðgengilegir á vef sambandsins.
18. janúar 2023
Vinna hafin að nýjum samningi SGS og SA
Þegar gengið var frá kjarasamningi SGS og SA þann 3. desember sl. var viðræðum um önnur atriði en launalið frestað. Í samningum er hins vegar að finna tímasetta verkáætlun sem miðar að því að umræðum um þessi atriði verði lokið áður en sest verður að samningaborðinu að nýju, með það að markmiði að nýr samningur til lengri tíma geti tekið við af gildandi samningi þegar hann rennur út þann 31. janúar 2024.
18. janúar 2023
Félagsmannasjóður SGS - breyting á umsýslu sjóðsins
Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2022 eiga að fá greitt úr Félagsmannasjóði SGS í byrjun febrúar nk. Iðgjald í sjóðinn er 1,5% af heildarlaunum.
17. janúar 2023
Nýr stofnanasamningur SGS og Vegagerðarinnar
Starfsgreinasamband Íslands og Vegagerðin hafa undirritað nýjan stofnanasamning vegna starfsmanna hjá Vegagerðinni sem starfa eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.