Fara á efnissvæði

Launahækkanir hjá ríki og sveitarfélögum

Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á að laun starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum hækkuðu samkvæmt kjarasamningum þann 1. apríl síðastliðinn. Hjá starfsfólki ríkisins hækkuðu laun um 24.000 kr. fyrir launaflokka 1-17 og um 18.000 kr. fyrir hærri launaflokka. Hjá starfsfólki sveitarfélaga hækkuðu mánaðarlaun um 24.000 kr.

SGS vill hvetja félagsmenn að fylgjast vel með að umsamdar launahækkanir skili sér inn á launareikninga og birtist með réttum hætti á launaseðli aprílmánaðar. Ef einhverjar spurningar vakna eru félagsmenn hvattir til að hafa samband við sitt stéttarfélag.

Kauptaxtar SGS og ríkisins

Kauptaxtar SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga