Nýr verkefnastjóri SGS
18.09.2025
Arinbjörn Rögnvaldsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og hefur þegar hafið störf.
Arinbjörn mun annast ráðgjöf og þjónustu við aðildarfélög SGS á sviði kjara-, vinnumarkaðs- og starfsmenntamála og sinna margvíslegum verkefnum fyrir sambandið.
Arinbjörn hefur lokið fullnaðarprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík hefur undanfarin ár starfað sjálfstætt sem lögfræðingur og sem viðskiptablaðamaður hjá Morgunblaðinu. Áður vann hann fjölbreytt verkamannastörf, lengst af sem háseti og netamaður á frystitogara. Þá hefur hann gengt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.
Við bjóðum Arinbjörn hjartanlega velkominn til starfa hjá SGS.