Fara á efnissvæði

Til hamingju með daginn launafólk!

Starfsgreinasamband Íslands óskar verkafólki um land allt til hamingju með daginn, en í dag, 1. maí, er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks um allan heim haldinn hátíðlegur.

SGS hvetur alla til þess að taka þátt í kröfugöngum og -fundum verkalýðsfélaganna um land allt í dag, sýna samstöðu og efla baráttuandann með það að markmiði að knýja fram sanngjarnar og réttlátar kröfur verkafólks! Dagskrá félaganna er að vanda afar fjölbreytt en hér má sjá viðburðina á hverjum stað fyrir sig.