Eitt af meginverkefnum Starfsgreinasambandsins snýr að gerð og eftirfylgni kjarasamninga og hefur sambandið séð um gerð og útgáfu fjölda aðalkjarasamninga og sérkjarasamninga frá stofnun þess.
Aðalkjarasamningur er heiti sem notað er um kjarasamning milli samtaka launafólks og atvinnurekenda um helstu grundvallaratriði varðandi laun, vinnutíma, réttindi og önnur starfskjör sem eru sameiginleg fyrir alla félagsmenn innan tiltekins sambands stéttarfélaga. Slíkur samningur tryggir launafólki lágmarkskjör sem þýðir að samningur um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um er ógildur.
Stærstu viðsemjendur Starfsgreinasambandsins eru:
Sérkjarasamningur er samningur sem gerður er á milli eins eða fleiri stéttarfélags við eitt eða fleiri fyrirtæki í sömu atvinnugrein. Þessir samningar ná oftast til afmarkaðra þátta eins og vinnuaðstæðna og vinnutíma og í þeim er gjarnan vísað til aðalkjarasamninga varðandi aðra þætti.
Starfsgreinasambandið gerir sérkjarasamninga fyrir hönd aðildarfélaga sinna við: