Uppsagnarfrestur á almennum vinnumarkaði er gagnkvæmur og er lengd hans ýmist ákveðin í lögum, kjarasamningum eða ráðningarsamningi. Allar uppsagnir skulu vera skriflegar og miðast alla jafna við mánaðamót.
Fyrstu tvær vikurnar í starfi er enginn uppsagnarfrestur.
Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama atvinnurekanda: 12 almanaksdagar.
Eftir 3 mánuði samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 1 mánuður m.v. mánaðamót.
Eftir 2 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 2 mánuðir m.v. mánaðamót.
Eftir 3 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 3 mánuðir m.v. mánaðamót.
Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sama fyrirtæki, er uppsagnarfrestur fjórir mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára, 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára og 6 mánuðir þegar hann er orðinn 63 ára. Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.
Sjá nánar í 12. kafla í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins.