Fara á efnissvæði

Veikindaréttur

Réttur launafólks til greiðslu launa í forföllum vegna sjúkdóma og slysa sem atvinnurekandi ber ekki ábyrgð á, er eitt það mikilvægasta sem áunnist hefur í kjarabaráttu verkalýðshreyfingarinnar. Lágmarksreglur um veikinda- og slysarétt launafólks er að jafnaði að finna í lögum, en við þann rétt er aukið með ákvæðum kjarasamninga.

Á hverju 12 mánaða tímabili á launafólk rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum skv. töflunni hér að neðan. Réttindin miðast við samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, sbr. þó ákvæði kjarasamninga um áunnin réttindi.

Starfstími Lengd Laun

Á fyrsta starfsári

2 dagar fyrir hvern unninn mánuð

Staðgengilslaun

Eftir 1 ár

1 mánuður Staðgengilslaun

Eftir 2 ár

2 mánuðir

1 mán. staðgengilslaun
1 mán. dagvinnulaun

Eftir 3 ár

3 mánuðir 1 mán. staðgengilslaun
2 mán. dagvinnulaun

Eftir 5 ár

4 mánuðir

1 mán. staðgengilslaun
1 mán. fullt dagvinnukaup
2 mán. dagvinnulaun


Eftir 5 ára starf hjá sama fyrirtæki heldur starfsfólk hluta af veikindarétti sínum þó það fari til annarra starfa.

Veikindaréttur er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili.

Sjá nánar í 8. kafla í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins.