Fara á efnissvæði

Vinnu-og hvíldartími

Vinnutími

Virkur vinnutími á almennum vinnumarkaði í dagvinnu á viku skal vera 37 klst og 5 mín. Dagvinnutíma skal hagað með eftirfarandi hætti: 

a. kl. 07:55 - 17:00 mánudaga til föstudaga

b. kl. 07:30 - 16:35 mánudaga til föstudaga

Heimilt er þó að haga vinnutíma með öðrum hætti, ef starfsmenn og vinnuveitandi koma sér saman um það. Dagvinna hvers starfsmanns skal þó ávallt unnin með samfelldri vinnuskipan á degi hverjum og aldrei má hefjast fyrr en kl. 07:00.  

Samningsbundin yfirvinna hefst þegar umsaminni dagvinnu er lokið. Fyrir vinnu á laugardögum, sunnudögum og öðrum samningsbundnum frídögum greiðist yfirvinnukaup. 

Hvíldartími

Samkvæmt kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins skal haga hvíldartíma þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður að minnsta kosti 11 klst. samfellda hvíld. Samfelld dagleg hvíld skal ná til tímabilsins á milli kl. 23:00 og 06:00. 

Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst. 

Við ákveðnar kringumstæður er heimilt að skipuleggja vinnu umfram 13 klst. Til mynda þegar bjarga þarf verðmætum má lengja vinnutíma í allt að 16 klst og skal veita 11 klst. hvíld í beinu framhaldi af vinnunni án skerðingar á rétti til fastra daglauna. 

Sjá nánar í kafla 2 í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins.