Fara á efnissvæði

Kjarasamningur SGS og ríkisins 2024 - 2028

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð þann 25. júní 2024. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

  • Með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir afturvirkt frá 1. apríl 2024.
  • Hækkun grunnþreps í launatöflunni verður með eftirfarandi hætti á samningstímanum:
    1. apríl 2024: 26.900 kr. þó að lágmarki 3,25%
    1. apríl 2025: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
    1. apríl 2026: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
    1.apríl 2027: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
  • Laun í grunnþrepi hækka um 98.150 kr. á samningstímanum.
  • Persónuálagsstig haldast óbreytt.
  • Persónuuppbót (desemberuppbót) á árinu 2024 verður 106.000 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður full persónuuppbót 118.000 kr.
  • Orlofsuppbót á árinu 2024 verður 58.000 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður orlofsuppbót m.v. fullt starf 64.000 kr.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn stóð yfir dagana 1.-8. júlí 2024. Á kjörskrá voru 1.309 manns og var kjörsókn 22,84%. Já sögðu 87,96%, nei sögðu 7,69% og 4,35% tóku ekki afstöðu.

Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 18 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum.