Lágmarksorlof er 30 dagar (240 stundir) miðað við fullt starf. Ávinnsla orlofs er hlutfallsleg miðað við starfshlutfall og starfstíma starfsmanns. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl.
Starfsmaður skal fá 13,04% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur.
Starfsmaður á föstum mánaðarlaunum fær greidd dagvinnulaun í orlofi miðað við meðaltal starfshlutfalls á orlofsárinu. Á vaktaálag starfsmanna í reglubundinni vaktavinnu reiknast ekki orlofsfé, heldur halda starfsmenn vaktaálagsgreiðslum í sumarorlofi.
Sjá nánar í 4. kafla í kjarasamningi SGS við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.