Fara á efnissvæði

Veikindaréttur

Starfsfólk á mánaðarlaunum
Starfsmaður sem ráðinn er til starfa á mánaðarlaunum í a.m.k. 2 mánuði, skal halda launum svo lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum en hér segir:

Starfstími Fjöldi daga
0 - 3 mánuði í starfi 14 dagar
Næstu 3 mánuði í starfi  35 dagar
Eftir 6 mánuði í starfi  119 dagar
Eftir 1 ár í starfi  133 dagar
Eftir 7 ár í starfi  175 dagar
Eftir 12 ár í starfi  273 dagar
Eftir 18 ár í starfi  360 dagar

 

Starfsfólk í tímavinnu
Starfsmaður sem ráðinn er í tímavinnu eða er ráðinn skemur en 2 mánuði, skal halda launum svo lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum en hér segir:

Starfstími Fjöldi daga
Á 1. mánuði í starfi 2 dagar
Á 2. mánuði í starfi 4 dagar
Á 3. mánuði í starfi 6 dagar
Eftir 3 mánuði í starfi 14 dagar
Eftir 6 mánuði í starfi 30 dagar


Sjá nánar í 12. kafla í kjarasamningi SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.