Stofnanasamningur er hluti af miðlægum kjarasamningi og er meðal annars ætlað að tryggja þróun og stuðla að skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofnunar og starfsfólks hennar. Í stofnanasamningi er m.a. samið um grunnröðun starfa og viðbótarforsendur eins og starfsreynslu, símenntun o.fl.
Starfsgreinasambandið er með stofnanasamninga við eftirfarandi: Veðurstofu Íslands, Vegagerðina, Skógræktina og Umhverfisstofnun /Vatnajökulsþjóðgarð/Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Samningarnir byggja allir á kjarasamningi SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Nánari upplýsingar um gerð og inntak stofnanasamninga má finna á Mannauðstorgi ríkisins.