Fara á efnissvæði

Landsvirkjun

Sérkjarasamningur er samningur sem gerður er á milli eins eða fleiri stéttarfélags við eitt eða fleiri fyrirtæki í sömu atvinnugrein. Þessir samningar ná oftast til afmarkaðra þátta eins og vinnuaðstæðna og vinnutíma og í þeim er gjarnan vísað til aðalkjarasamninga varðandi aðra þætti.

Sérkjarasamningur SGS og Landsvirkjunar gildir um kaup og kjör starfsfólks sem starfa við rekstur, viðhald og aðra þjónustu í dreifikerfum og aflstöðvum Landsvirkjunar.

Núgildandi samningur SGS og Landsvirkjunar var undirritaður 25. júní 2024. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.