Sérkjarasamningur er samningur sem gerður er á milli eins eða fleiri stéttarfélags við eitt eða fleiri fyrirtæki í sömu atvinnugrein. Þessir samningar ná oftast til afmarkaðra þátta eins og vinnuaðstæðna og vinnutíma og í þeim er gjarnan vísað til aðalkjarasamninga varðandi aðra þætti.
Sérkjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands gildir um starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl geta fallið undir gildissvið samningsins ef það er samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags.