Sérkjarasamningur er samningur sem gerður er á milli eins eða fleiri stéttarfélags við eitt eða fleiri fyrirtæki í sömu atvinnugrein. Þessir samningar ná oftast til afmarkaðra þátta eins og vinnuaðstæðna og vinnutíma og í þeim er gjarnan vísað til aðalkjarasamninga varðandi aðra þætti.
Samningur SGS við Landssamband smábátaeigenda og Samtök smærri útgerða gildir um starfsmenn sem vinna við uppstokkun eða beitningu í landi annarra en þeirra sem eru hlutaráðnir, enda gilda þar ákvæði sjómannasamninga. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu.