Gagnkvæmur uppsagnarfrestur starfsfólks sveitarfélaga er þrír mánuðir.
Á fyrstu þremur mánuðum, sem er reynslutími er hann þó einn mánuður.
Í undantekningartilvikum getur vinnuveitandi í samráði við viðkomandi stéttarfélag þó ákveðið að reynslutími skuli vera fimm mánuðir enda byggi það á málefnalegum sjónarmiðum.
Sé starfsmanni sagt upp eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sama sveitarfélagi er uppsagnarfrestur 4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára, 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára og 6 mánuðir ef hann er orðinn 63 ára. Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.
Sjá nánar í 11. kafla í kjarasamningi SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga