Fara á efnissvæði

Vinnu- og hvíldartími

Vinnutími

Almennt er vinnuvika starfsmanna í fullu starfi 36 vinnustundir. Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila. Heimilt er þó að semja um rýmkun dagvinnutíma á virkum dögum umfram 36 vinnustundir. 

Tímamörk dagvinnu eru frá kl. 08:00 til 17:00 á virkum dögum frá mánudegi til föstudags. Forstöðumanni stofnunar er þó heimilt verða við óskum einstakra starfsmanna um sveiganlegan vinnutíma á tímabilinu kl. 07:00 til 18:00 á virkum dögum. 

Yfirvinna telst vera sú vinna sem fer fram utan daglegs vinnutíma eða vaktar starfsmanns. Það á einnig við vinnu sem innt er af hendi umfram vikulega 36 klst. vinnutímaskyldu þrátt fyrir að vera á dagvinnutímabili. 

Hvíldartími

Vinnutíma skal haga þannig að á 24 stunda tímabili, reiknað frá venjubundnu upphafi vinnudags starfsmanns, fá starfsmaður að minnsta kosti 11 klst. samfellda hvíld. Verði því komið skal dagleg hvíld ná til tímabilsins frá 23:00 til 06:00.

Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími á 24 klst. tímabili fari umfram 13 klst. 

Frávik frá daglegri lágmarkshvíld geta t.a.m. verið í skipulegum vaktaskiptum en þá er heimilt að stytta samfellda lágmarkshvíld starfsmanna allt að 8 klst. Þetta á við t.d. þegar starfsmaður skiptir af morgunvakt yfir á næturvakt samkvæmt skipulagi vaktskrár. Þessi fráviksheimild frá 11 klst. lágmarkshvíld á hins vegar ekki við þegar starfsmaður lýkur yfirvinnu og fer yfir á reglubundna vakt og öfugt. 

Sjá má nánar í 2 kafla í kjarasamningi SGS við Samtök sveitarfélaga.