Réttur launafólks til greiðslu launa í forföllum vegna sjúkdóma og slysa sem atvinnurekandi ber ekki ábyrgð á, er eitt það mikilvægasta sem áunnist hefur í kjarabaráttu verkalýðshreyfingarinnar. Lágmarksreglur um veikinda- og slysarétt launafólks er að jafnaði að finna í lögum, en við þann rétt er aukið með ákvæðum kjarasamninga.