Hafa samband

Fræðslu- og samráðsdagur bílstjóra og tækjastjórnenda

Starfsgreinasambandið stendur fyrir fræðslu- og samráðsdegi fyrir bílstjóra og tækjastjórnendur þann 18. apríl næstkomandi á Hotel Natura í Reykjavík. Tilgangurinn með viðburðinum er að trúnaðarmenn eða aðrir fulltrúar greinarinnar komi saman til að fjalla um kjör, aðbúnað og aðstæður sínar í starfi. Nú þegar hafa tæplega 30 manns skráð sig en ennþá eru laus pláss. Þeir sem eru áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu síns stéttarfélags.


Bæklingur um áreitni á þremur tungumálum

Nýverið kom út bæklingur á íslensku, ensku og pólsku þar sem farið er yfir rétt starfsfólks þegar kemur að kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Að bæklingnum standa ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Íslensk útgáfa bæklingsins var fyrst gefin út á alþjóðlegum baráttudegi kvenna árið 2016. Hann hefur nú verið endurútgefinn auk þess sem hann hefur verið þýddur á ensku og pólsku. 


Ertu að vinna um páskana?

Starfsgreinasambandið vill minna á að öll yfirvinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi sem 1.375% af mánaðarlaunum án vaktaálags. Þetta gildir ekki um reglubundna vinnu, þar sem vetrarfrí er veitt samkvæmt sérstökum samningum vegna vinnu á umræddum dögum. Til stórhátíðardaga telst bæði föstudagurinn langi (30. mars) og páskadagur (1. apríl).


Síða 1 Af 184123...Síðast