9/16/2020 11:42:04 AM
Fyrsta skýrsla kjaratölfræðinefndar
Í morgun var fyrsta skýrsla kjaratölfræðinefndar kynnt á fjarfundi, en kjaratölfræðinefnd er nýr samstarfsvettvangur um gerð og hagnýtingu tölfræðiupplýsinga um laun og efnahag sem nýtast við kjarasamningsgerð. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningslotuna sem hófst árið 2019, umfang kjarasamningagerðar og þróun efnahagsmála og launa.
9/14/2020 3:47:10 PM
Ný stjórn ASÍ-UNG
Á 6. þingi ASÍ-UNG sem haldið var föstudaginn 11. september var kjörin ný stjórn. Vegna samkomutakmarkana var ákveðið að hafa þingið rafrænt og fresta allri málefnavinnu fram á veturinn.
8/25/2020 4:48:19 PM
Kópur ekki aðili að SGS
Vegna umfjöllunar um stofnun nýs stéttarfélags undir nafninu Kópur og auglýsinga sem það hefur birt, og virðist einkum vera beint að Pólverjum, ítrekar SGS að Kópur er ekki aðili að Starfsgreinasambandinu og að engar viðræður eða samtöl hafa átt sér stað milli Kóps og forystufólks SGS.
8/25/2020 1:32:23 PM
Verið á verði
Nú þegar haustið nálgast sér fyrir endann á árstíðarbundnum sumarstörfum af margvíslegu tagi. Starfslokum fylgir uppgjör á launum og öðrum greiðslum, svo sem orlofi.
8/19/2020 2:41:07 PM
Betri vinnutími - kynningarvefur
Tímamótasamkomulag um styttingu vinnutíma náðist í kjarasamningum opinberra starfsmanna á vormánuðum 2020. Í kjölfarið opnaði Kjara- og mannauðssýsla ríkisins kynningarvef um styttingu vinnutímans undir heitinu betrivinnutími.is.