Hafa samband

3,4% atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 2017

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 202.500 manns, á aldrinum 16–74 ára, á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2017. Af þeim voru 195.600 starfandi og 7.000 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 84,4%, hlutfall starfandi mældist 81,5% og atvinnuleysi var 3,4%. Frá öðrum ársfjórðungi 2016 fjölgaði starfandi fólki um 3.500 en hlutfall af mannfjölda lækkaði um 0,4 prósentustig.


Ertu launamaður eða verktaki?

Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Sem launamaður ertu með ráðningasamning og safnar réttindum á vinnumarkaði, atvinnurekandinn sér um að greiða af þér skatta og þess háttar og þú ert varinn af lögum sem launamaður. Ef þú ert verktaki ertu í raun að selja þjónustu og þú átt í viðskiptum án þess að njóta réttinda sem launamaður eða ávinna þér slíkt. Því miður er þessu stundum ruglað saman og launamönnum boðið uppá að vera verktakar.


Vaktavinna í ferðaþjónustu – mikilvæg atriði

Í ferðaþjónustu hér á landi er algengt að starfsfólk sé ráðið samkvæmt vaktavinnufyrirkomulagi. Þegar slíkt er gert þarf að sjálfögðu að fylgja ákvæðum gildandi kjarasamnings, þ.e. samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins um störf í ferðaþjónustu (veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaði, afþreyingarfyrirtæki og hliðstæða starfsemi). Í samningnum er m.a. að finna ákvæði um kaup, orlof, vinnutíma og síðast en ekki síst vaktavinnu. SGS vill brýna fyrir sínum félagsmönnum að kynna sér vel ákvæði samningsins og vera meðvituð um sín réttindi og skyldur.


Síða 1 Af 165123...Síðast