Þing SGS
Þing SGS hefur æðsta vald í málefnum sambandsins. Á þingum sambandsins eru lagðar línur í kjaramálum og starfsemi sambandsins og þýðingarmikil mál tekin til umfjöllunar. Þingið er haldið á síðasta ársfjórðungi annað hvert ár. Aðildarfélög sambandsins skipa þingfulltrúa í réttu hlutfalli við fjölda félagsmanna.
9. þing Starfsgreinasambands Íslands verður haldið í Reykjavík dagana 25. - 27. október 2023. Frekari upplýsingar um þingið verða aðgengilegar á sérstökum þingvef sem verður settur í loftið í aðdraganda þingsins.
8. þing Starfsgreinasambands Íslands fór fram dagana 23. - 25. mars 2022 í Hofi á Akureyri. Hægt er að nálgast ályktanir og afgreiðslur þingsins á vef þingsins.
7. þing Starfsgreinasambands Íslands var haldið dagana 24. - 25. október 2019 á Hótel Reykjavík Natura. Hægt er að nálgast ályktanir og afgreiðslur þingsins á vef þingsins.
6. þing Starfsgreinasambands Íslands var haldið dagana 11. - 12. október 2017 á Hótel Selfossi. Hægt er að nálgast ályktanir og afgreiðslur þingsins á sérstökum vef þingsins.