Þann 3. júlí 2024 undirrituðu 17 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða langtímasamning til fjögurra ára sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
Hér að neðan má nálgast kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 3. júlí 2024.
Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn stóð yfir dagana 5.-15. júlí. Á kjörskrá voru 3972 manns og var kjörsókn 17,45%. Já sögðu 84,27%, nei sögðu 10,39% og 5,34% tóku ekki afstöðu.
Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum.