8. nóvember 2021
Hugsjónafólk í starfi
Undanfarin tæplega 3 ár hef ég verið svo gæfusamur að starfa hjá Starfsgreinasambandinu. Á þeim tíma hefur verið gengið frá aðalkjarasamningi á almennum vinnumarkaði, kjarasamning við Ríkið og samtök sveitarfélaga og sérkjarasamningum. SGS hefur einnig haldið þing sitt á þessum árum, fræðsludaga starfsfólks og fleira svo fátt eitt sé nefnt af verkefnunum.
2. nóvember 2021
Árangur Lífskjarasamningsins er mikill
Í kjarasamningum 2019 lögðu aðildarfélög Starfsgreinasambandsins höfuðáherslu á að hækka lægstu launin. Það var gert með því að semja um krónutöluhækkanir og sérstakar hækkanir á lægstu laun, launataxtanna,  en lægri hækkanir á hærri laun.
28. október 2021
Fræðsludegi félagsliða frestað
Fræðsludegi félagsliða sem áætlað var að halda í Guðrúnartúni 1, laugardaginn 30. október, hefur verið frestað vegna forfalla. Ný dagsetning verður ákveðin fljótlega og dagurinn þá auglýstur að nýju með góðum fyrirvara. Mögulegt verður að fylgjast með deginum í gegnum streymi. Allir félagsliðar eru hvattir til þess að taka þátt í deginum.
1. september 2021
Þingi SGS frestað
Þingi SGS, sem áætlað var að halda á Akureyri dagana 20.-22. október næstkomandi, hefur verið frestað. Gildandi sóttvarnarráðstafanir gera það að verkum að erfitt er að halda þingið með þeim hætti sem fyrirhugað var, sbr. reglur um sóttvarnir, fjarlægðarmörk og fleira.
10. júní 2021
Skil­orðs­bundin lífs­hætta
Á Vísi í gær var fjallað um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn, í máli eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob þar sem hann var dæmdur fyrir að stefna lífi og heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu. Eigandinn, Þorkell Kristján Guðgeirsson, lét smíða ,,svefnskápa“ fyrir erlenda starfsmenn í iðnaðarhúsnæði þar sem brunavarnir voru ekki til staðar.