21. apríl 2020
Sveitamennt og Ríkismennt - rýmkaðar reglur
Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa stjórnir Ríkismenntar og Sveitamenntar ákveðið að rýmka úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja í ákveðinn tíma líkt og Landsmennt hefur gert. Átakið tekur gildi frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma.
21. apríl 2020
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2020
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.
7. apríl 2020
Réttindi starfsmanna í veiðihúsum
Í ágúst 2019 sendi Starfsgreinasambandið bréf fyrir hönd sinna aðildarfélaga erindi til Landssambands veiðifélaga (LV) þar sem óskað var eftir upplýsingum um ráðningarkjör og starfsmannamál í veiðihúsum um land allt. Var það sent í framhaldi af ábendingum um brot á kjarasamningum sem borist höfðu til einstakra félaga.
29. mars 2020
Landsmennt veitir fulla fjármögnun námskeiða
Landsmennt, fræðslusjóður Samtaka atvinnnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni, býður einstaklingum og fyrirtækum að sækja námskeið þeim að kostnaðarlausu.
27. mars 2020
Kjarasamningum og réttindum launafólks má ekki víkja til hliðar
Til stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins um land allt berast nú mikið af fyrirspurnum og athugasemdum vegna uppsagna, fyrirvaralausra breytinga á vaktafyrirkomulagi og fjölmargra annara atriða sem snúa að vinnufyrirkomulagi og réttindum fólks samkvæmt ákvæðum kjarasamninga.