24. október 2019
Ávarp 2. varaforseta ASÍ á þingi SGS
Þið vilduð fá forseta okkar hingað í dag en þar sem hún er veik þá verðið þið að láta ykkur það lynda að fá 2. varaforseta. Ég veit að það er ekki alveg það sama fyrir ykkur en ég er virkilega þakklátur fyrir að fá að vera hér með ykkur.
24. október 2019
Ávarp félags- og barnamálaráðherra á þingi SGS
Ég, ásamt þeirri ríkisstjórn sem nú situr, hef lagt ríka áherslu á samvinnu stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og ekki síst þess vegna er það mér sönn ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér í dag á ársþingi Starfsgreinasambandsins.
24. október 2019
7. þing SGS sett - ræða formanns
Velkomin á 7. þing Starfsgreinasambands Íslands, sem að þessu sinni er haldið í Reykjavík, hérna á Hotel Natura. Dagskrá þessa tveggja daga þings er metnaðarfull og ég er þess fullviss að þingið verður starfsamt, rétt eins og fyrri þing.
22. október 2019
Ný heimasíða SGS í loftið
Nýr og endurbættur vefur Starfsgreinasambands Íslands var formlega opnaður á þingi sambandsins sem hófst í dag. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á vefnum sem miða að því að bæta þjónustu við alla þá sem eiga erindi við SGS. Lögð er áhersla á stílhreint útlit, einfalda uppbyggingu og síðast en ekki síst að upplýsingar á nýjum vef séu sem aðgengilegastar og settar fram á greinargóðan hátt.
22. október 2019
7. þing Starfsgreinasambands Íslands
7. þing Starfsgreinasambands Íslands verður sett á Hótel Reykjavík Natura í dag, 24. október, og mun standa yfir í tvo daga. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 140 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum sambandsins.