4. janúar 2019
Stíf fundarhöld framundan
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fundaði í dag um stöðunna í kjaraviðræðunum og næstu skref. Á fundinum var samþykkt erindi frá Eflingu um áframhaldandi samstarf í undirhópum vegna einstakra starfsgreina í kjarasamningunum. Á fundinum var jafnframt farið ítarlega yfir vinnu næstu vikna og fyrirhuguð fundahöld með SA í næstu viku.
4. janúar 2019
2,9% atvinnuleysi í nóvember
Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í nóvember 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 81,0% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.800 starfandi (±5.700) og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit (±2.400). Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,7% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%.
Samanburður mælinga fyrir nóvem…!--more-->
4. janúar 2019
Nýársheit um yfirlætislausa umræðu
Mikil umræða er nú eðlilega um stöðuna í kjaramálum í landinu. Þar birtast sjónarmið um hvert svigrúmið sé til kjarabóta, aðkomu ríkisvaldsins, æskilegan jöfnuð og margt fleira. Eðlilega hafa hugmyndir og áherslur verkalýðshreyfingarinnar verið mikið í þeirri umræðu.
Sumt af umræðunni er á kunnuglegum nótum. Eðlilegar og réttmætar hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru úthrópaðar með flestum þeim…
22. desember 2018
Persónuafsláttur og skattleysismörk hækka
Persónuafsláttur einstaklinga verður 677.358 kr. fyrir árið 2019, eða 56.447 kr. á mánuði. Árlegur persónuafsláttur hækkar samkvæmt því um 30.619 kr. milli áranna 2018 og 2019, eða um 2.552 kr. á mánuði. Hækkun persónuafsláttar nemur 4,7%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Þar kemur einnig fram að skattleysismörk tekjuskatts og útsv…!--more-->
21. desember 2018
Jólakveðja SGS
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík jól og von um frið og ríka samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður opin milli jóla og nýárs (27. og 28. desember) skv. venjulegum opnunartíma. Jafnframt er hægt að hafa samband við starfsmenn SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).