5. júlí 2018
Tímamótadómur í Félagsdómi
Í gær, 4. júlí, var kveðinn upp dómur í Félagsdómi sem varðar félagsmann Einingar-Iðju, sem er eitt af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Um tímamótadóm er að ræða sem víst er að hafa mun mikið fordæmisgildi.
Málið snerist um trúnaðarmann Einingar-Iðju sem starfar í vaktavinnu. Viðkomandi trúnaðarmaður sótti trúnaðarmannanámskeið á árinu 2017 en námskeiðið stóð í 3 daga, frá kl. 9 til 16. Þa…!--more-->
3. júlí 2018
Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar
Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks á almennum vinnumarkaði kom til framkvæmda þann 1. júlí 2018 en þá hækkaði framlagið um 1,5% og er nú orðið 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs nemur því nú samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda.
Atvinnurekendi greiðir hækkað mótframlag til þess lífeyrissjóðs sem skyl…!--more-->
28. júní 2018
3,9% atvinnuleysi í maí
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 209.300 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í maí 2018, sem jafngildir 83,4% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 201.100 starfandi og 8.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 80,1% en hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,9%.
Samanburður mælinga fyrir maí 2017 og 2018 sýnir að vinnua…!--more-->
25. júní 2018
Keðjuábyrgð í lög um útsenda starfsmenn og starfsmannaleigur
Nýlega samþykkti Alþingi mikilvægar úrbætur á lögum um útsenda starfsmenn og skyldur erlendra þjónustuveitenda nr. 45/2007 (áður lög um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra), lögum um starfsmannaleigur og fleiri lögum. Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:
- Markmið laganna um útsenda starfsmenn og starfsmannaleigur …
25. júní 2018
Að gefnu tilefni: Aðild launafólks að stéttarfélögum
Atvinnurekendur hafa ekki heimild til þess að ákveða stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna eða hvert iðgjöldum skv. kjarasamningum og lögum er skilað. Stéttarfélög gera kjarasamninga á félagssvæðum sínum um tiltekin störf og þeir kjarasamningar taka til allra sem vinna þau störf á félagssvæðinu. Þessi stéttarfélög hafa ríka ábyrgð og skyldu til að verja rétt þess launafólks sem vinnur skv. kjarasa…