2. maí 2018
Lágmarkstekjutrygging orðin 300 þúsund krónur
Í gær, þann 1. maí, hækkuðu laun almennt um 3% samkvæmt kjarasamningi SGS og SA. Lágmarkslaun hækkuðu enn meira eða sem nemur 7% og er lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf því orðin 300 þúsund krónur. Um er að ræða mikilvægan og langþráðan áfanga en eins og svo margir muna þá fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu í kjarasamningaviðræðunum 2015 að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur…!--more-->
1. maí 2018
Ræða framkvæmdastjóra SGS 1. maí
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, flutti barátturæðu á 1. maí-hátíðarhöldum víðsvegar á Snæfellsnesinu í tilefni dagsins. Ræðuna í heild sinni má lesa hér að neðan.
................................
Kæru félagar, til hamingju með baráttudag launafólks!
Þegar hreyfing launafólks er samstíga og sameinuð er ekki til neitt sterkara afl. Í ár berjumst við undir slagorðinu „Sterk…
27. apríl 2018
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur 1. maí - fjölbreytt dagskrá um land allt
Fyrsti maí verður haldinn hátíðlegur á yfir 30 stöðum á landinu næstkomandi þriðjudag. Víða eru farnar kröfugöngur, annars staðar eru hátíðar- og baráttufundir. Hér má sjá dagskrána um allt land.
Reykjavík
Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík 2018 verður sem hér segir:
Safnast saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00
Kröfugangan hefst kl. 13:30
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðr…!--more-->
26. apríl 2018
Orlofsuppbót 2018
Starfsgreinasamband Íslands vill minna launafólk á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót. Full uppbót árið 2018 er 48.000 kr. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí 2017 – 30. apríl 2018 eiga rétt á fullri uppbót, en annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og reiknast orlof ekki ofan á orlofsuppbótina.
!--more-->
25. apríl 2018
Launahækkanir á árinu 2018
Starfsgreinasambandið vill hvetja launafólk til að fylgjast vel með hvort fyrirhugaðar launahækkanir skili sér rétt og örugglega í launaumslagið það sem eftir lifir ársins 2018, en þá hækka laun og launatengdir liðir skv. núgildandi kjarasamningum sem hér segir:
Starfsfólk á almennum vinnumarkaði:
-Þann 1. maí hækka laun og launatengdir liðir um 3%.
-Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldr…!--more-->