23. apríl 2018
SGS skipuleggur ungliðafund
Þriðja árið í röð skipuleggur Starfsgreinasamband Íslands fund fyrir ungt fólk í hreyfingunni, að þessu sinni á Bifröst dagana 30. og 31. maí næstkomandi. Svo vel hefur tekist til síðustu tvö ár að þetta er nú þegar orðinn fastur liður í starfi sambandsins. Hvert aðildarfélag SGS getur sent tvo fulltrúa, eina konur og einn karl þrjátíu ára og yngri á fundinn. Dagskráin er skipulögð samkvæmt óskum…
18. apríl 2018
Vel heppnaður fræðsludagur bifreiðastjóra og tækjastjórnenda
Á fjórða tug bifreiðastjóra og tækjastjórnenda komu saman á fræðsludegi á vegum Starfsgreinasambandsins til að ræða sín mál og koma áherlum á framfæri. Fulltrúarnir eru frá 10 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins um allt land og eru flestir starfandi bílstjórar. Farið var yfir endurmenntunarmál og ábyrgð bílstjóra, kjaramálin voru augljóslega í brennidepli og vinnuvernd svo eitthvað sé nefnt. Áh…
13. apríl 2018
Nýir kauptaxtar komnir á vefinn
Nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum eftir samningi SGS og SA eru komnir á vefinn og má nálgast hér. Kauptaxtarnir gilda frá 1. maí 2018 til 31. desember 2018. Samkvæmt töxtunum hækka launataxtar um 3% sem og laun og launatengdir liðir. Nýir kauptaxtar um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum eru nú einnig aðgengilegir á vefnum og má finna hér.…
11. apríl 2018
Fræðslu- og samráðsdagur bílstjóra og tækjastjórnenda
Starfsgreinasambandið stendur fyrir fræðslu- og samráðsdegi fyrir bílstjóra og tækjastjórnendur þann 18. apríl næstkomandi á Hotel Natura í Reykjavík. Tilgangurinn með viðburðinum er að trúnaðarmenn eða aðrir fulltrúar greinarinnar komi saman til að fjalla um kjör, aðbúnað og aðstæður sínar í starfi. Nú þegar hafa tæplega 30 manns skráð sig en ennþá eru laus pláss. Þeir sem eru áhugasamir eru vins…
4. apríl 2018
Bæklingur um áreitni á þremur tungumálum
Nýverið kom út bæklingur á íslensku, ensku og pólsku þar sem farið er yfir rétt starfsfólks þegar kemur að kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Að bæklingnum standa ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Íslensk útgáfa bæklingsins var fyrst gefin út á alþjóðlegum baráttudegi kvenna árið 2016. Hann hefur nú verið endurútgefinn auk þess sem hann hefur verið …